Loading

SEX ÁRA DRENGUR BJARGAÐI MÓÐUR SINNI

Hetjur eru ekki endilega stórar og stæðilegar og það sannaðist um helgina þegar að lítill drengur vann mikla hetjudáð og bjargaði móður sinni eftir bílslys.

Aðdragandi slyssins var sá að móðirin, Dolores Dober og sonur hennar Aron Wright, sem er sex ára gamall, voru á heimleið þegar að bíllinn fer að renna til. Á sama augnabliki kom pallbíll úr gagnstæðri átt og stefndi beint á bíl mæðginanna. Við það beygir Dolores of snögglega, missir stjórn á bílnum sem að kastast út af veginum og hafnar á hvolfi neðan við veginn.

Dolores hékk meðvitundarlítil í sætisbeltinu en Aron litli nær að losa sig og skríða út um brotinn gluggann. Því næst náði hann að fikra sig upp á veg þar sem hann náði að gera vart við sig. Var hringt á sjúkrabíl og voru mæðginin bæði flutt þangað – lítið slösuð þó.

Að sögn lögreglumanna sem komu á vettvang var hetjudáð Arons litla mikil. Bíllinn var í hvarfi og því hefði getað liðið þó nokkur tími þar til hjálp hefði borist. Aron hafi því unnið mikið þrekvirki.

Heimild: Times Union og HÉR.
Ljósmynd: iStock

X