Loading

SEX ÁRA STÚLKA TÓK Á MÓTI BARNI

Hin sex ára gamla Nevaeh Llantada átti sér einskis ills von þegar að móðir hennar fór skyndilega af stað í fæðingu. Móðir hennar, hin 22 ára gamla Destiny Padilla, átti ekki von á sér fyrr en í júní en vaknaði skyndilega upp um morguninn við mikla verki og fljótlega missti hún vatnið.
Unnusti hennar var farinn í vinnu og farsími hennar var batteríslaus þannig að ekki var hægt að hringja á Neyðarlínuna.

Nevaeh litla tók þá til sinna ráða. Hún róaði móður sína niður, náði að hlaða símann, hringdi á Neyðarlínuna og með aðstoð í gegnum síma tóku þær mæðgur á móti litla drengnum sem lá svo á í heiminn. Því næst tók Nevaeh reim úr skó yngri systur sinnar og batt fyrir naflastrenginn.

Skömmu síðar mættu sjúkraflutningamenn á svæðið og fluttu móður og börn á spítalann. Öllum fjölskyldumeðlimum heilsast vel.

X