Loading

Sjálfstætt starfandi ljósmæður

Björkin er félag sjálfstætt starfandi ljósmæðra en þær taka að sér heimafæðingar og heimaþjónustu í sængurlegu. Jafnframt bjóða þær uppá námskeið fyrir verðandi foreldra. Á heimasíðu félagsins kemur meðal annars fram að mikilvægt sé að konur finni til öryggis á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu og hafi stuðning ljósmóður í öllu þessu ferli. Samfelld þjónusta ljósmóður stuðli að aukinni öryggistilfinningu og jákvæðri útkomu fyrir konur og fjölskyldur þeirra. Mikilvægt sé að konur geti valið þá þjónustu sem hentar þeim og fjölskyldum þeirra best. Konur vilji í auknum mæli fá samfellda þjónustu ljósmóður sé þess kostur. Markmið Bjarkarinnar sé að koma til móts við þessar þarfir með því að veita samfellda þjónustu með áherslu á heimafæðingar og bjóða upp á námskeið þar sem áhersla er lögð á undirbúning fyrir eðlilega fæðingu. Sjá nánar um Björkina hér.

X