Loading

SJÖ ÁRA DRENGUR SPRENGDI UPP HÚS

Ungur drengur fékk á dögunum ósk sína uppfyllta þegar hann sprengdi upp heila byggingu. Ekki var þó um neina hryðjuverkastarfsemi að ræða heldur var um góðgerð á vegum Make A Wish samtakanna í Bandaríkjunum að ræða. Samtökin sérhæfa sig í að uppfylla óskir alvarlegra veikra barna og drengurinn, Maxwell Hinton, þjáist af krabbameini. Hans æðsta ósk var að sprengja upp hús og rættist óskin á dögunum þegar hann fékk að þrýsta á hnappinn ógurlega og sprengja þar með upp byggingu sem átti að fjarlægja.

Mikil gleði braust út en um 30 þúsund manns fylgdust með.

Heimild: ABCnews

X