Loading

SKANDINAVÍSKT, EINFALT OG FALLEGT

Þar sem við erum heltekin af fallegum barnaherbergjum fannst okkur ekki úr vegi að deila með ykkur þessu fallega heimili sem staðsett er í Svíþjóð. Fjölskyldan er í miðjum klíðum við að gera húsið upp og segir húsmóðirin á heimilinu að það sé gríðarlega mikilvægt að láta ekki framkvæmdirnar fara í taugarnar á sér heldur njóta hvers hænuskrefs og lifa í núinu.

Heimilið er forkunarfagurt og ber þess merki að hjónin sem þar búa, Johanna og Andreas, eru bæði hönnuðir. Þau eiga tvær dætur, Lillo (5) og Elsu (1 1/2) og segjast verja miklum tíma inn á heimilinu og ekki síst út í garði þegar sumarsólin skín.

Hér gefur að líta nokkrar myndir.

Fleiri myndir er hægt að nálgast HÉR.

Heimild: DesignMom

X