Loading

SKAPANDI DÚKKUHEIMUR

Þegar ég var lítil stelpa þá var lögð meiri vinna og tími í að hanna heimili fyrir dúkkurnar en dúkkuleikinn sjálfan. Ég átti mikið af tilbúnu dúkkudóti, en það var ekki nógu spennandi, Því var arkað um allt hús í leit að hlutum sem gátu breytt sér í sófa, rúm ,borð og fl. Ég var svo heppin að hafa átt móðir sem gaf sköpunarkraftinum mínum mikið frelsi á kostnað puntudúkkusafnsins og kristalsins úr brúðarsettinu hennar. Í staðin fékk hún alsæla prinsessu sem byggði heilu hallirnar.

Það hefur því verið draumur minn að hanna og búa til dúkkuhús frá grunni þar sem hugsað er um öll smáatriðin. Ég og Berglind sem er mín hægri hönd í Ólátagarði fannst vanta dúkkuhús sem hægt væri að gera sjálfur frekar en að kaupa allt tilbúið og úr varð Dúkkuhúsið í Ólátagarði.
Dúkkuhúsið er samsett úr litlum tré-einingum sem hægt er að festa saman á ýmsan máta. Þannig getur hver og einn gert sitt dúkkuhús einstakt með því að velja t.d. litasamsetninguna sjálfur.

Dúkkuhúsið býður upp á endalausa möguleika og hægt er að kaupa húsið í einingum eða nýta húsgögnin í önnur dúkkuhús.
Hægt er að nýta vinnustofu Ólátagarðs, fá leiðsögn og nýta sér allt það úrval sem þar er til að nostra við húsið.

Nú er bara finna barnið í sjálfum sér og detta í gamla dúkkuleikinn, sem var svo erfitt að skilja við því maður var orðinn “fullorðinn”. Ekki skemmir að njóta hans með börnunum sínum.

Vala í Ólátagarði.

e.s. hægt er að sjá fleiri myndir af dúkkuhúsinu inn á Facebook-síðu Ólátagarðs.

X