Loading

SKAUT TÖLVU DÓTTUR SINNAR

Stundum verður maður orðlaus og stundum algjörlega orðlaus. Þessi faðir fékk nóg af hegðun dóttur sinnar þegar hann rakst á póst frá henni á Facebook þar sem hún kvartaði undan illri meðferð foreldra sinna. Pabbi hennar ákvað að venda kvæði í kross og tók upp myndband þar sem hann les bréfið upp, ræðir það í þaula og svo… á sjöundu mínútu tekur hann upp byssu og skýtur tölvuna…

Ótal margar spurningar skjóta upp í kollinn… eins og: Er þetta virk uppeldisaðferð? Eruð þið sammála föðurnum? Er í lagi að almennir borgarar gangi um með byssur?

X