Loading

SKIPULEGGÐU FRÍIÐ Í SÍMANUM

Það getur verið heljarinnar mál að skipuleggja ferðalag – ekki síst ef að farþegarnir eru í yngri kantinum. Sem betur fer er hellingur af fólki sem hefur atvinnu af því að auðvelda okkur foreldrum tilveruna. Þetta sniðuga snjallsímaforrit heitir Baby Travel og sér um að skipuleggja herlegheitin fyrir þig. Að auki er það hlaðið aukaefni og allskonar sniðugum fítusum sem eiga að vera ómissandi. Við höfum sjálf ekki prófað þetta en hvetjum þá sem prófa að deila reynslu sinni með okkur.

Forritið er hægt að nálgast HÉR.

X