Loading

SKYLDUÁHORF FYRIR ALLA FORELDRA

Við skorum á alla foreldra um að horfa á þetta myndband. Hér sjáum við á áhugaverðan og hárbeittan hátt hvernig kynin eru hlutgerð í auglýsingum (mörgum hverjum) og hvaða afleiðingar það hefur… Myndbandið er skemmtilegt og fræðandi og dregur upp oft spaugilega mynd af fáránleika auglýsingaheimsins.

Það er hverju foreldri nauðsynlegt að vera meðvitaður um þau skilaboð sem leynast allt í kringum okkur – með slíka þekkingu á bakinu getum við betur innrætt börnunum okkar hugmyndir um jafnrétti kynjanna, heilbrigðar staðalímyndir og fleira frábært í þeim dúr.

X