Loading

SLÁANDI NIÐURSTÖÐUR UM ÁHRIF DAGVISTUNAR

Árið 2007 birtust niðurstöður rannsóknar í Bandaríkjunum sem bentu til að börn sem sett væru í dagvistun ættu frekar við hegðunarvandamál að stríða í grunnskóla. Málið vakti gríðarlega athygli og fjölmiðlar spöruðu ekki fyrirsagnirnar um að dagvistun nánast eyðileggði framtíðarhorfur barna og þar fram eftir götunum.

Málið þótti allt hið versta og gríðarlega slæmt skref fyrir konur almennt sem funndu fyrir mikilli pressu vegna málsins.

Á dögunum birtust hinsvegar niðurstöður úr nýrri rannsókn sem var samvinnuverkefni milli Harvard háskóla, Boston háskóla og teymis frá Noregi. Niðurstöðurnar eru sláandi og eru að vekja gríðarlega athygli Vestanhafs.

Í ljós kemur að það er ekki dagvistun sem slík sem hefur áhrif á börn heldur gæði dagvistunarinnar. Í Noregi, þar sem dagvistunarkerfið þykir til fyrirmyndar, var enginn merkjanlegur hegðunarmunur á börnum sem höfðu verið heima eða í dagvistun á meðan niðurstöðurnar voru svipaðar og árið 2007 í Bandaríkjunum, þar sem lítil gæðastjórnun þykir á dagvistun.

Niðurstöðurnar eru auðvitað mikill léttir fyrir foreldra – ekki síst foreldra sem hafa aðgang að almennilegri dagvistun og geta því samviskulaust sinnt atvinnu sinni án þess að hafa af því áhyggjur að börn beri varanlega skaða af.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar HÉR.

X