Loading

SLÁANDI NIÐURSTÖÐUR UM TANNHEILSU ÍSLENSKRA BARNA

Tannheilsa Íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum en endurgreiðlsuhlutfall af tannlæknakostnaði hefur dregist mjög saman hér á landi undanfarin ár. Nú er svo komið að Barnaheill hefur efnt til undirskriftasöfnunar þar sem skorað er á að Sjúkratryggingar Íslands og Tannlæknafélag Íslands semji sem fyrst sín á milli, svo tryggja megi íslenskum börnum þá tannvernd sem þeim ber, skv. ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er tilgangurinn sá að opna augu foreldra og fá þá og samfélagið allt til að hafa í huga ábyrgð sína, þegar kemur að forvörnum gegn tannsjúkdómum.

„Tannheilsa íslenskra barna er í sjötta neðsta sæti af OECD-löndunum. Rúmlega helmingur 6 ára barna á Íslandi er með allar tennur heilar á meðan 75% jafnaldra þeirra í Danmörku er með allar tennur heilar. Hjá 12 ára börnum hér eru 34% með allar fullorðinstennurnar heilar en hlutfallið í Danmörku er 68%. Ástæðan fyrir þessum mikla muni liggur meðal annars í ójöfnu aðgengi að tannlæknisþjónustu hér á landi og vöntun á heildrænu skipulagi þjónustunnar, en kostnaður hefur hér mikið vægi, segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, tannlæknir og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis og heilsugæslu höfuðborgarsvæðis.” Tekið af MBL – lesa má greinina í heild sinni HÉR.

Hægt er að skrifa undir HÉR.

X