Loading

Sleppti því að pumpa til að fá stærri brjóst

Við höfum öll heyrt af leikurum sem lögðu á sig skelfilegar þrekraunir til að undirbúa sig fyrir hlutverk. Hvort sem það var að horast niður um tugi kílóa eða bæta við sig heilum hellingi þá þykir það alltaf jafn fréttnæmt.

Hins vegar höfum við aldrei heyrt um leikkonu sem sleppti því að mjólka sig í sólarhring til að fá stærri brjóst en það er einmitt það sem leikkonan Kristen Bell gerði við tökur á nýjustu myndi sinni ChiPs en þar leikur hún fyrrum stáss-eiginkonu og henni fannst það hæfa persónunni að vera með ögn stærri brjóst. Þar sem hún var með barn á brjósti á þessum tíma ákvað hún að sleppa því að pumpa í sólarhring meðan taka þurfti upp atriði þar sem brjóstaskora hennar var sérlega sýnileg.

Eiginmaður hennar, Dax Shepard, leikstýrði myndinni og sagði hann í viðtali við Ellen DeGeneres að hann hefði haft verulegar áhyggjur á tímabili. Hann hefði jafnvel spurt hana hvort það væri ekki hægt að tappa örlítið af en eins og allar mæður sem hafa mjólkað þekkja þá er engin leið að stoppa flæðið þegar það er byrjað.

Bell gerði sjálf stólpagrín af þessu og viðurkenndi að það hefði verið fremur óþægilegt – en þó fullkomlega þess virði. Ekki ósvipað því og þegar leikarinn Christian Bale losaði sig við 55 kíló fyrir hlutverk.

X