Loading

Smartasta ólétta kona heims?

Tískufyirmyndir koma í öllum stærðum og gerðum en fæstar eru óléttar. Þar hefur þó orðið breyting með hinni dönsku Pernille Teisbaek sem tískuheimurinn heldur ekki vatni yfir þessi dægrin.

Teisbaek er tískubloggari og á þessa dagana von á barni. Oftar en ekki draga bloggarar sig í hlé meðan á meðgöngu stendur enda þykir kúlan ekki mjög klæðileg í tískubókunum. Teisbaek hefur hins vegar tekið þveröfuga nálgun á meðgönguna og hefur þróað með sér sérlegan svalan klæðaburð þar sem kúlan er í hávegum höfð. Teisbaek er alla jafna ómáluð á myndum og stílinn hennar má kalla götutísku en hún segist í viðtali við Vogue elska hvað tískan þessa dagana býður upp á mikla vídd og hvað allt virðist leyfilegt.

Þegar maginn stækki sé hins vegar gott að klæðast þröngum fatnaði. Fyrst hafi henni liðið eins og svepp og hafi helst viljað fela bumbuna en það hafi breyst. Í fyrstu hafi hún verið hrifin af háum pilsum en alla jafna reyni hún að klæðast sem minnst af formlegum óléttufötum heldur reyna að velja flíkur sem muni gagnast að meðgöngu lokinni.

Hér má sjá nokkar glæsilegar myndir af Teisbaek en Instagram síðu hennar má nálgast hér.

Soft spot? @fiorellapratto #sponsored

A photo posted by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on

A slice of pepita ? @britishvogue

A photo posted by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on

Monochromized from top to toe? @kassandracph ( in store now) #sponsored

A photo posted by Pernille Teisbaek (@pernilleteisbaek) on

X