Loading

Smyglaði brjóstapumpu á Óskarinn

Leikkonan Scarlett Johansson sagði frá því í viðtali við Marie Claire að hún hefði lent í töluverðum vandræðum þegar hún þurfti að smygla brjóstapumpu með sér á Óskarsverðlaunahátíðina. Dóttir hennar var þá fimm mánaða gömul og Johansen enn með hana á brjósti. Fékk hún bandarísku sjónvarpskonuna og leikkonuna Kelly Ripa til að hjálpa sér að koma henni í hús enda rúmast ekki mikið í smágerðum veskjunum sem yfirleitt eru einu fylgihlutir kvenna á þessa miklu hátíð.

Allt gekk að óskum og Johansson gat farið afsíðis og pumpað sig í friði en síðan fór allt í vitleysu þegar að eiginmaður Ripa, Mark Consuelos, tók pokann sem innihélt pumpuna með sér í partý síðar um kvöldið. Áttaði Ripa sig á því hvað gerst hafði og panikkaði, vitandi að Johansson myndi vilja fá mjólkina.

Allt fór þó vel þar sem þær enduðu í sama partýi síðar um kvöldið og Johansson fékk mjólkina og pumpuna aftur.

X