Loading

Snilldarnámskeið fyrir verðandi foreldra

Í Lygnu er boðið uppá námskeið og ráðgjöf fyrir verðandi foreldra og fjölskyldur ungra barna. Þar starfa ljósmæður Bjarkarinnar sem sérhæfa sig í heimafæðingum, Soffía Bæringsdóttir doula og nuddarinn Hafdís Lilja auk þess sem sálfræðingar, félagsráðgjafar og uppeldisfræðingar hafa þar starfsaðstöðu.

Markmiðið með starfinu í Lygnu er að fjölskyldur geti sótt þangað stuðning og fræðslu um flest það er viðkemur meðgöngunni, fæðingunni og foreldrahlutverkinu.

Ljósmæður Bjarkarinnar undirbúa einnig opnun fæðingastofu í Lygnu þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu munu geta fætt börn sín í heimilislegu umhverfi með ljósmóður sem þær þekkja.

Við bjóðum upp á framúrskarandi námskeið þar sem tekið er á flestu sem við kemur fæðingunni og foreldrahlutverkinu fyrstu æviár barnsins. Hægt er að taka námskeiðin sem eina heild eða stakt námskeið. Námskeiðin eru haldin í Lygnu á þriðjudögum og hefjast þau kl. 17.30.
Hvert námskeið er um tveir tímar.

Námskeið í janúar
10. jan Fæðingarundirbúningur – Arney/Hrafnhildur og Harpa
17. jan Nudd og slökun í fæðingu – Soffía Bæringsdóttir
24. jan Svefn ungbarna – Soffía Bæringsdóttir
31. jan Tungumál barnsins – Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir

Námskeið í febrúar
07. feb Brjóstagjöf – Arney/Hrafnhildur og Harpa
14. feb Parasambandið- Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir
​21. feb Fæðingarundirbúningur – Arney/Hrafnhildur og Harpa
28. feb Nudd og slökun í fæðingu – Soffía Bæringsdóttir

Námskeið í mars
07. mars Parasambandið- Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir
14. mars Tungumál barnsins – Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir
21. mars Brjóstagjöf – Arney/Hrafnhildur og Harpa
28. mars Svefn ungbarna – Soffía Bæringsdóttir

Stakt námskeið kostar 10.000 kr. fyrir par. Hægt er að bóka sig á öll námskeiðin sex og þau kosta þá 23.000 kr. eða 45.000 kr fyrir par.

​Skráðu þig með því að senda okkur línu á netfangið: lygna.fjolskyldumidstod@gmail.com

Nánar um námskeiðin

​Fæðingarundirbúningur
Allt um fæðinguna fyrir bæði móður og maka. Farið er í gegnum fæðinguna stig af stigi, frætt um við hverju megi búast og rætt um hlutverk maka/stuðningsaðila og ljósmæðra í fæðingunni. Markmiðið er að foreldrar fari inn í fæðinguna örugg, laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar.
Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36. viku meðgöngu.
Leiðbeinendur: Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir, ljósmæður.

​Slökun og nudd fyrir fæðingu
Gagnlegar æfingar og aðferðir sem stuðla að vellíðan í fæðingu. Á námskeiðinu er farið ítarlega yfir ólíkar leiðir sem hjálpað geta foreldrum í fæðingunni sjálfri og þátttakendur fá tækifæri til þess að æfa sig. Frætt er um öndun og slökun, og hvernig nudd og þrýstipunktar geta linað verki, kennt að nota rebozo-sjöl sem hjálpartæki í fæðingu og fjallað um gagnlegar stöður og stellingar sem auðvelda fæðinguna.
Lögð er sérstök áhersla á samvinnu maka og stuðning í gegnum fæðinguna.
Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36. viku meðgöngu.
Leiðbeinandi: Soffía Bæringsdóttir doula og kennari.

​Brjóstagjöfin
Markmið þessa námskeiðs er að veita foreldrum nauðsynlega þekkingu til þess að stíga fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu af öryggi. Fjallað er um hagnýt atriði, allt frá fyrstu mínútum eftir fæðingu og hvernig þarfir barnsins breytast fyrstu dagana og vikurnar. Farið er yfir gjafastellingar, algengustu spurningar nýbakaðra foreldra og mikilvæga þætti í umönnun barnsins. Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðilla bæði á námskeiðinu og í stuðningi við brjóstagjöf eftir að barnið er komið í heiminn.
Mælt er með að taka þetta námskeið fyrir 30 vikur.
Leiðbeinendur: Arney Þórarinsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir, ljósmæður.

​Parasambandið
Á námskeiðinu er fjallað um mikilvæg atriði í samskiptum foreldra eftir að barnið kemur í heiminn. Markmiðið er gera foreldra meðvitaða um helstu ástæður árekstra sem upp geta komið á fyrsta æviári barnsins og veita þeim verkfæri sem miða markvisst að góðum samskiptum. Traust og góð samskipti skila sér í betri líðan, bæði foreldra og barns. Foreldrar eru hvattir til þess að ræða um lífsgildi sín og væntingar sem tengjast uppeldi og fjölskyldulífi.
Mælt er með að taka þetta námskeið fyrir komu barnsins en það er líka hægt að taka allt fyrsta ár barnsins.
Leiðbeinandi: Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskylduþerapisti

​Svefn ungbarna
Þegar barn kemur í heiminn breytast svefnvenjur fjölskyldunnar mikið. Á námskeiðinu er farið yfir flest það sem við kemur svefni ungbarna, hvernig skapa megi heilbrigðar svefnvenjur og skapa andrúmsloft svo allir á heimilinu hvílist.
Mælt er með að fara á þetta námskeið fyrir komu barnsins en það er hægt að taka það allt fyrsta ár barnsins.
Leiðbeinandi: Soffía Bæringsdóttir, doula, CBE og kennari.

Tungumál barnsins
Þegar lítill einstaklingur kemur í heiminn tekur við mikilvægur tími þar sem barnið kynnist foreldrum sínum og foreldrar kynnast barninu. Barnið hefur strax þörf fyrir náin tengsl og meðfæddan hæfileika til að taka þátt í að mynda tengsl. Markmið námskeiðsins er að foreldrar kynnist tengslaþörfum og samskiptagetu barnsins og læri að lesa í hegðun þess. Einnig verður rætt um vökustigin og þol barnsins fyrir skynáreiti.
Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-40. viku meðgöngu eða fyrsta ár barnsins.
Leiðbeinandi: Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskylduþerapisti.


Soffía Bæringsdóttir, doula, CBE og kennari.


Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, fjölskyludþerapisti.

X