Loading

Sólarvörnin skaðbrenndi barnið

Þar sem sólin er komin er ekki úr vegi að tala um mikilvægi sólarvarnar og þess að bera vel á börnin. Löngum hefur verið varað við sólarvörn í spreybrúsum þar sem agnir úr henni berist í öndunarfæri barna sem geri engum gott.

Rebecca Cannon birti myndir á Facebooksíðu sinni en dóttir hennar var greind með annars stigs bruna eftir að hafa fengið sólarvörn á sig. Hafði Cannon borið vörn númer 50+ á húð hennar og þrátt fyrir að vörnin hafi komið úr spreybrúsa setti hún það fyrst í lófann á sér og bar svo á barnið með höndunum.

Um er að ræða vörn frá Banana Boat SPF 50 – bara fyrir þá sem vilja vita en læknarnir á bráðamóttökunni sem tóku á móti stúlkunni sögðu hana vera með annars stigs efnabruna – sem sagt bruni af völdum sólarvarnarinnar en ekki sólarinnar sjálfrar.

Ljósmynd: Facebook/Rebecca Cannon

X