Loading

Sonur Michael Bublé í bata

Söngvarinn Michael Bublé tilkynnti í nóvember á síðasta ári að þriggja ára sonur hans, Noah, hefði greinst með krabbamein í lifrinni. Af þeim sökum dró Bublé sig í hlé til að sinna fjölskyldunni. Sendi fjölskyldan frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem þau greindu frá veikindum Noah og báðu jafnframt um frið frá fjölmiðlum til þess að geta hlúð að fjölskyldunni og einbeitt sér að bata Noah.

Mágur söngvarans, Dario, greindi frá því á dögunum í viðtali við La Nacion að Noah litla liði vel og væri í bata. Allt hefði gengið eins og í sögu og það væri ekki annað en að krossa fingur og vona að Noah litli héldist í bata.

X