Loading

Spjaldtölvunotkun hefur áhrif á svefn ungbarna

Niðurstöður rannsóknar sýna svo ekki verður um villst að notkun barna frá 6-36 mánaða aldurs á spjaldtölvum og snjallsímum hefur áhrif á svefn barnanna.

Fylgst var með 715 börnum og skráðu foreldrar þeirra samviskusamlega niður skjátíma þeirra og svefnmynstur. Niðurstöðurnar sýndu að börnin fengu minni svefn og voru lengur að sofna. Að meðaltali eyddu börnin 25 mínútum við skjáinn á dag. Eins kom í ljós að 92% barna fá að nota spjaldtölvur eða síma reglulega.

Hver ástæðan er á milli þessara tengsla er óljóst en ein tilgátan er að bláa ljósið frá skjánum hafi letjandi áhrif á myndun melatóníns í heilanum sem er talið mikilvægur hluti af heilbrigðu svefnmynstri.

Niðurstöðurnar eru þó ekki alslæmar því í ljós kom að fínhreyfingar barna sem nota spjaldtölvur eða sambærilega hluti voru mun betri en hjá þeim börnum sem ekki notuðu slík tæki.

Greinin birtist í Scientific Report.

X