Loading

SPRENGJA Í SÖLU EGGLOSPRÓFA

Egglospróf eru hið mesta þarfaþing þegar mæla þarf hvenær frjósemi konu er í hámarki. Fyrir þá sem ekki vita þá mælir prófið hvenær egglos er að eiga sér stað þannig að líkur á getnaði aukist.

Nú berast þær fregnir frá Bretlandi að sala á egglosprófum hafi margfaldast og að ástæðuna megi rekja til þungunar Katrínar hertogaynju sem á von á sér í sumar.

Eru breskir verðandi foreldrar greinilega staðráðnir í að eignast afkvæmi á árinu líkt og hertogahjónin… en af hverju veit enginn.

X