Loading

STAR WARS PABBAR – BÓKIN ER KOMIN

Star Wars fíklar geta nú dregið andann léttar því búið er að gefa út – mögulega – fyndnustu barnabók í heimi sem heitir einmitt Darth Vader and son. Bókin fjallar, eins og titillinn gefur til kynna, um Svarthöfða sjálfan og son hans, Luke.

Hugmyndin var upphaflega grín af hálfu höfundarins Jeffrey Brown sem síðar varð að fúlustu alvöru og nú hafa Chronicle Books gefið bókina út en þeir þykja með vandaðri útgefendum í bransanum.

Í meðfylgjandi auglýsingamyndbroti er enginn annar en goðsögnin James Earl Jones mættur til að lesa inn textann en alvöru Star Wars aðdáendur vita að hann lék einmitt Svarthöfða í upphaflegu myndunum.

Stórfenglegt alveg hreint og nú geta Star Wars unnendur tekið ástríðuna skrefinu lengar og deilt henni með afkvæmum sínum.

Heimild: Chronicle Books

X