Loading

STOLT AF BUMBUNNI

Hvað áttu að gera ef að heimsbyggðin fylgist með hverju fótmáli þínu og pælir í hverjum munnbita sem þú lætur ofan í þig. Möguleikarnir eru þrír: Að fara á taugum, gefa skít í það eða græða hressilega á því. Snillingurinn Jessica Simpson tók þriðja möguleikann og er heldur betur að mala gull. Hún eignaðist dótturina Maxwell í maí 2012 og bætti á sig rúmum tuttugu kílónum. Því næst gerði hún samning upp á hálfan MILLJARÐ við Weight Watchers um að grenna sig með þeirra hjálp og einkaþjálfara. Korteri eftir að það tókst varð hún ófrísk á ný og er fastlega búist við því að hún endurtaki leikinn.

Hún birti þessa mynd af sér á dögunum og ekki annað að sjá en að hún glói (enda greinilega nýkomin úr sólbaði). Geislandi fögur og nokkuð myndarleg enda kúlan oftast fyrr á ferðinni á meðgöngu númer tvö!

large

X