Loading

STÓR LISTAVERK ERU MÁLIÐ

Þetta er hálfgerður kvartpóstur með gríðarlega jákvæðu ívafi. Tvennt hefur brunnið á mér lengi og nú læt ég vaða: Í fyrst lagi finnst mér fólk oft með alltof litlar myndir á veggjunum og í öðru lagi finnst mér sumt fólk ekki velja rétta ramma fyrir myndirnar – þ.e. of litla ramma.
Meðfylgjandi eru hins vegar nokkrar myndir sem sýna hvað það gerir ótrúlega mikið fyrir herbergið að vera með stórar myndir.
Tómlegir veggir eru nefnilega ekki alveg málið – sérstaklega ekki í barnaherbergjum en það þarf alls ekki að vera svo mikið mál að ramma eitthvað fallegt inn. Eins með rammana… þá er einstaklega fallegt að láta flæða vel í kringum myndina af hvítu kartoni (eða hvernig lituðu sem er). Hægt er að kaupa karton hjá innrömmunarþjónustum og kostar það lítið.
Notið ykkur myndir og ramma… möguleikarnir eru óþrjótandi og með fullri virðingu fyrir IKEA – sem ég elska – þá eru til fleiri týpur af römmum en fást þar. Europris eru t.d. oft með fallega og ódýra ramma og eins Rúmfatalagerinn.
X