Loading

STÓRI BARNAVÖRUMARKAÐURINN

Vegna mikilla vinsælda verður Stóri Barnavörumarkaðurinn haldinn aftur þann 8. desember. Mun hann að þessu sinni fara fram í Perlunni milli kl. 12 – 17.

Fyrsti markaðurinn var haldinn í Gerðubergi og sló svo sannarlega í gegn. Yfir 1100 manns mættu á staðinni auk þess sem eftirspurn eftir söluplássum fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda.

Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum segir meðal annars að:

“Konseptið” er býsna einfalt: Að skapa vettvang fyrir konur sem reka vefverslanir heiman að frá sér eða sauma fallega hluti. Markaðurinn miðar inn á ungar fjölskyldur, þar sem vörur eru á boðstólum fyrir meðgöngu, brjóstagjafatímabilið og upp í leikskólaaldur barns. Viðskiptavinir kunna greinilega vel að meta þetta framtak í huggulegri umgjörð, og notuðu tækifærið að kynna sér úrvalið, sem er að jafnaði ekki hægt að skoða í verslunum.

Skemmtilegt er að segja frá því, að yngsti þátttakandinn núna er 23 ára, en elsti 63 ára. Markaðurinn hefur náð þvílikum vinsældum og aðdráttarafli, að sumar konur leggja á sig ansi langa ferð til að mæta, en þær koma frá Reykjanesbæ, Selfossi, Akranesi, en jafnvel Dalvík og Ísafirði.
Það koma samt færri að en vildu en yfir 70 verslanir eru á skrá hjá skipuleggjanda.

Að þessu sinni sýna og selja 30 konur vörur sínar og 6 kvennarekin þjónustufyrirtæki kynna fræðslu og námskeið.

Í boði verður meðal annars:

 • Bækur
 • Leikföng
 • Barnaföt
 • Sængurver
 • Snúningslök
 • Bílstólspokar
 • Ungbarnasundföt
 • Brjóstagjafapúðar
 • Margnota tíðavörur
 • Burðarpokar og sjöl
 • Taubleiur & fylgihlutir
 • Húð- og hreinlætisvörur
 • Umhverfisvæn þvottaefni
 • Smekkir, snuddubönd & hárskraut

Námskeiðs- og þjónustukynningar:

 • Björkin ljósmæður
 • Kerrupúl
 • Ungbarnanudd
 • Krakkajóga
 • Tónlist og skapandi hreyfing
 • Svefnráðgjöf – blíðar aðferðir

Svo verður fjáröflun fyrir Miðstöð foreldra og barna: http://www.fyrstutengsl.is/
Markmið Miðstöðvar foreldra og barna er að vinna með vanlíðan mæðra/foreldra, t.d. vegna þunglyndis, og efla tengsl þeirra við börn sín að 1 árs aldri. Fjórar konur reka miðstöðina, sem er haldin uppí með styrkjum og frjálsum framlögum, en meðferðin er foreldum að kostnaðalausu. Með þessu ætla þær að tryggja, að allir hafi jafnan aðgang að meðferðarúrræðum óháð efnahag. Með fjáröfluninni okkar verður hægt að aðstoða fleiri foreldra, sem þurfa á meðferðinni að halda – svo að öllum líði betur og börnin fái þá umönnun og örvun, sem þau þarfnast.

Allir, sem vilja leggja málefninu lið, eru hvattir, til að koma með alls kyns barnavörur, og leggja á fjáröflunarborðið. Verðið miðast af því hvað hverjum og einum finnst sanngjarnt að borga. Konurnar frá versluninni RassÁlfar hafa umsjón með borðinu. http://www.facebook.com/rassalfar
Efnt verður til uppboðs á atburðasíðu á Facebook, sem fer fram nokkrum dögum fyrir markaðinn.

Ágóðinn rennur óskiptur til Miðstöðvar foreldra og barna.
Facebook-síðu markaðarins má nálgast HÉR.

X