Loading

STUÐKANTAR BANNAÐIR

Umræðan um mögulega skaðsemi stuðkanta í ungbarnarúmum hefur löngum verið hávær og menn ekki á eitt sáttir um ágæti þeirra. Tilgangur þeirra er að vernda barnið gegn hörðum rimlum rúmsins en margir hafa haldið því fram að þeir séu slysagildra sem foreldrum beri að farga hið snarasta.
Nú hefur Samtök bandarískra barnalækna (The American Academy of Pediatrics) sent frá sér nýjar tilskipanir um öryggi ungbarna og leiðbeiningar um hvernig skapa megi ungbörnum öruggt svefnumhverfi. Þar hafa barnalæknarnir í fyrsta skipti sammælst um að mæla EKKI með að stuðkantar séu notaði í ungbarnarúm.

Nánar má lesa um málið hér en ekki hefur verið fjallað um málið hérlendis eða tekin afstaða til þess.

X