Loading

STÚLKAN KOM EFTIR 14 TILRAUNIR

Þetta kallast þrautsegja í hæsta gæðaflokki en móðir nokkur, Trish Corcoran, langaði svo mikið að eignast dóttur að hún lét ekkert stoppa sig – hvorki fjóra syni né tíu fósturlát.

Forsaga málsins er sú að hjónin Michael og Trish Corcoran áttu tvo syni en voru staðráðin í að eignast stúlku. Þau héldu áfram að reyna en næstu fjórar þunganir enduðu með fósturláti. Í fimmta skipti sem hún missti ákváðu læknar að rannsaka málið en fundu enga skýringu. Í áttunda skipti sem hún varð ófrísk varð fósturlát á tuttugustu viku og segja Corcoran hjónin að það hafi verið erfiðasta lífsreynsla sem þau hafi gengið í gegnum.

Eftir það hafi þau ákveðið að einbeita sér alfarið að sonum sínum tveim og láta staðar numið en ári síðar varð Trish ófrísk aftur og eignaðist þriðja soninn, Chris. Þegar hann var einungis þriggja mánaða gamall varð hún enn á ný ófrísk og níu mánuðum síðar fæddist fjórði sonurinn, Joe.

Þrátt fyrir að vera í skýjunum segir Trish að draumurinn um litla stúlku hafi aldrei horfið. Á næstu fjórum árum missti hún fjögur fóstur en loksins rættist draumurinn og fimmtánda þungunin bar ríkulegan ávöxt þegar að dóttirin Evie fæddist.

Að sögn þeirra hjóna er fjölskyldan nú fullkomin og þau heppnasta fólk í heimi.

Nánar má lesa um málið HÉR.

Heimild: Daily Mail

X