Loading

SUMARGJAFIR

Mér finnst sumargjafir vera orðnar svolítið ýktar hjá mörgum.

Ég fékk sippuband eða skotbolta þegar ég var lítil en núna finnst mér margir vera að gefa börnunum sínum RISA gjafir…

Ég er nú reyndar ekki alveg búin að ákveða hvað ég gef mínum gaurum en mér finnst þeir ekki þurfa
að fá risa gjöf til að vita að það sé komið sumar. Í okkar fjölskyldu vitum við að það er komið sumar þegar við erum búin að hittast öll í sumarbústaðnum okkar á flúðum en það er hefð að allir hittast þar á sumardaginn fyrsta og allir koma með gúmmelaði til að borða og þá er sumarið komið. Mínir guttar hafa því ekki oft fengið sumargjöf því þetta er rosa skemmtilegt ferðalag fyrir okkur og stoppum við á Selfossi og fáum við okkur stundum ís og þetta hefur mér bara fundist vera snilldar dagur sem allir njóta.

Það er ekkert meira gaman en að koma á manns eigin hefðum, ef þú vilt að börnin þín upplifi svona skemmtilega daga þá er um að gera að nýta sumardaginn fyrsta sem dag fyrir skemmtilega hefð með fjölskyldunni því þá eru flestir í fríi ! VúHú

Ég hafði hugsað mér að kaupa handa þeim bolta en svo eiga þeir nóg af boltum þannig að ég ákvað að sleppa því þegar ég var búin að detta næstum um þessa bolta sem þeir eiga nú fyrir og ekki viljum við auka hættuna á meiðslum móðurinnar..

Mér datt því í hug að föndra smá skemmtilegt fyrir þá – Jón Sverrir eldri guttinn  minn er að fara að keppa í fótbolta um morguninn þannig að við förum ekki á Flúðir þetta árið, þannig að mig langar að gera skemmtó hluti með þeim… ekki alveg búin að ákveða samt hvað það verður en hér eru fullt af hugmyndum…

Skrifa skemmtilega samveru niður á blað eins og  t.d:

 • Fara saman í gönguferð og kaupa ís.
 • Fara saman í sund og í heimsókn til ömmu og afa í ísveislu.
 • Fara rúnt í sveitina og taka með nesti.
 • Fara í fótbolta saman og svo í sund.
 • Baka saman sumarköku og bjóða skemmtilegum vinum í kökuveislu.
 • Elda uppáhalds matinn ykkar, fara svo í kvöldgöngu og kaupa ís.
 • Heimsækja vini og taka með gómsætt úr bakaríinu.
 • Fara í húsdýragarðinn og labba laugardalinn.
 • Fara í fjöruna og taka flottar myndir af fjölskyldunni og týna skeljar.
 • Fara út og týna flotta hluti sem hægt er að föndra úr.
 • Ratleikur með fjölskyldunni – hægt að skipta í lið ! HRIKALEGA GAMAN !

Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt og um að gera
að nota hugmyndaflugið…

Svo gerum við eitthvað flott og spennandi úr hugmyndinni sem við fáum fyrir krílin okkar til að opna um leið og þau vakna og þau eru svo ofboðslega  glöð allan daginn – hvað er meira gaman en að gleðja krílin okkar… það eru þessi móment sem fylgja þeim alla ævi !

Það þarf ekki alltaf að vera dýrt að gleðja krílin okkar á sumardaginn fyrsta.

Gleðilegt sumar og knús í kotið til ykkar :*

– – –

Ég heiti Þórunn Eva og er fædd árið 1983. Ég á mann og tvo fallega gullmola, einn fæddan árið 2004 og er langveikur og annan fæddan 2011 og er stálhraustur. Ég er menntuð sem ÍAK einkaþjálfari og vinn í Baðhúsinu.

X