Loading

Sundfatamömmurnar mættar… nú fjalla þær um ferðalög

Hver man ekki eftir einu dásamlegasta myndbandi síðari tíma þar sem að snillingarnir í #ImomSoHard fjölluðu um sundfatatískuna og hvernig í ósköpunum maður ætti að geta klæðst þessu á ströndinni og ætlast til að vera tekinn alvarlega. Myndbandið er meðal annars að finna á Facebook-síðunni okkar.

Nú eru þær mættar aftur og í þetta skiptið fjalla þær um ferðalög og vesenið sem getur fylgt því að ferðast með börn í pínulitlum rýmum við nánast ómanneskjulegar aðstæður. Að venju eru þær drepfyndnar og sjálfsagt margir sem tengja…

Ef þið lumið á góðum atriðum úr ferðalögum þá megið þið endilega deila hér að neðan enda fátt fyndnara (segir ókrýndur Íslandsmeistari í misheppnuðum ferðalögum) en ferðalag sem fer algjörlega á hliðina…

 

X