Loading

SÚPERFÍN Á SEKÚNDUBROTI

Jæja, það er víst engin afsökun lengur að hafa ekki tíma til að taka sig til. Þetta kennslumyndband sýnir hvernig maður getur sett upp stórglæsilega greiðlsu á fáránlega litlum tíma. Það er nefnilega þannig að það er ekkert meira mál að vera með sítt hár en stutt! Sjálf er ég yfirleitt fínust um hárið þegar það er skítugt og ómögulegt. Þá hendi ég því bara í hátt tagl, treð svona kleinuhring á (fást í öllum apótekum) og spenni hárið í kring. Rosalega fínt og tekur tvær mínútur – án gríns.

Þessi greiðsla á myndbandinu krefst þess að þú eigir nokkrar spennur og eina góða teygju. Leyndarmálið er síðan að vera ekki með tandurhreint hár því eftir því sem það er skítugra því betur helst það uppi. Það er samt enginn að tala um að það þurfi að vera drulluskítugt en til að hafa greiðsluna „stærri” en í myndbandinu er gott að úða smá hárspreyji yfir fyrst, túbera smá og svo vefja.

Allavega – þá klikkar þessi ekki og þú verður ótrúlega fín og vel til höfð á örskotstundu!

X