Loading

Svalasta einstæða móðir ársins!

Stundum nýtur annars foreldrisins ekki við og þá neyðist hitt foreldrið oft til að vera ansi sniðugt til að redda málunum því öll viljum við umfram allt að börnin okkar séu glöð og ánægð.

Þegar sonur Whitney Kittrell kom heim með miða úr skólanum um að það væri “Dad and Dounuts” dagur ákvað hún að grípa til sinna ráða. Hún fór í besta „pabba” búninginn sem hún fann: stuttermabol, derhúfu og svo teiknaði hún á sig myndarlegt skegg. Og mætti. Sonur hennar var hæst ánægður með framtakið og kynnti hana stoltur fyrir hinum pöbbunum með þeim orðum að þetta væri mamma hans en hún væri líka pabbi hans.

Sjálf segir Kittrell að hún hafi verið búin að ákveða þegar hún varð einstæð móðir fyrir þremur árum að hún myndi reyna allt sem hún gæti til að börnin hennar finndu sem minnst fyrir fjarveru föðurs síns – jafnvel þótt það þýddi að hún þyrfti að stíga langt úr fyrir þægindarammann.

Við klöppumm fyrir Kittrell og öllum þeim foreldrum sem gera sitt allra besta í oft erfiðum aðsæðum.

X