Loading

Svalasti pabbi í heimi?

Eitt er að elska Star Wars og annað er að eiga pabba sem skilur þá ást og gerir eitthvað í málinu.

Eftir að hafa séð Star Wars: The Force Awakens varð Kylee Johnson hugfangin af draslsafnaranum Rebel sem varð Rey. Pabbi hennar er fram úr hófi sniðugur og ákvað að láta drauma hennar rætast. Hann fann Rey búning á hálfvirði og BB8 dótavélmenni sem hann makaði smá drullu á. Síðan var haldið niðrá strönd sem lék hlutverk plánetunnar Jakku.

Þar áttu þau frábæran dag þar sem Kylee lét finna fyrir sér og tengdist sínum innri mætti. Pabbi hennar, ljósmyndarinn Rich Johson, segist hafa orðið steinhissa á því hvað hún tók hlutverkið alvarlega. „Ég bað hana um að brosa en hún neitaði bara og sagði „Rey myndi aldrei brosa.””

Ljósmyndir: Rich Johnson

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away6

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away5

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away7

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away2

Rich-Johnson-Photographer-Dad-Transports-Daughter-To-A-Galaxy-Far-Far-Away3

X