Loading

SVEFNLEYSI ÁSTÆÐA 30% SKILNAÐA FORELDRA

Ný rannsókn sýnir fram á svo að ekki verður um villst að svefnleysi er orsök 30% skilnaða í Bretlandi. Í ljós kom að foreldrar ungra barna sváfu að meðaltali klukkustund skemur á nóttu og fengu sjaldnast fimm tíma samfelldan svefn sem talinn er nauðsynlegur til að hvíld náist.

Úrtakið í rannsókninni voru 2000 pör og af þeim sem höfðu skilið taldi þriðjungur að svefnleysið væri megin orsök sambandsslitanna.

11% viðurkenndu jafnframt að hafa þóst sofa til að hitt foreldrið myndi sinna barninu.

11% viðurkenndu að hafa lokað svefnherbergishurðinni til að útiloka hávaða frá barninu og önnur 9% sögðust hafa kveikt á sjónvarpinu til að heyra ekki í barninu.

5% sögðust hafa sofnað undir stýri af þreytu.

Niðurstöðurnar þykja ekki marka nein tímamót í vísindasögunni enda löngu orðið þekkt að svefnleysi getur haft skelfilegar afleiðingar. Við höfum sagt það áður og segjum það enn… passið upp á að fá nægan svefn!

X