Loading

SVEFNMISSIR HEFUR ÁHRIF Á SAMBANDIÐ

Breska tímaritið Mother and Baby gerði könnun á högum 2000 mæðra og ein af niðurstöðunum var sú að 90% mæðra sögðu svefnleysið hafa slæm áhrif á sambandið. Þá sögðu 60% allra mæðra, sem áttu börn 18 mánaða og yngri, að svefnleysið hefði valdið kynlífsleysi frá fæðingu barnanna.

Mikill munur var á þeim svefni sem kynin fengu eftir fæðingu barns. Mæðurnar sváfu að meðaltali í fjóra tíma á nóttunni, oft minna ef þær voru með börnin á brjósti. Tveir þriðju nýbakaðra feðra sváfu hins vegar alla nóttina og tæplega fjórðungur vaknaði aldrei upp til barnsins að næturlagi. Mæðurnar tóku líka að sér að svæfa börnin eða koma þeim í rúmið sem tók að meðaltali 25 mínútur. Þær vöknuðu allt að þrisvar á nóttu, til að gefa brjóst, skipta á barninu eða bara til að setja upp í það snuð.

Átta af hverjum tíu mæðrum sögðu einnig að lítill nætursvefn þeirra illi mikilli spennu í sambandi þeirra sem og rifrildum milli hjóna.

Að sama skapi kom í ljós að verðandi foreldrar virðast ekki hafa minnstu hugmynd um hversu alvarlegar afleiðingar svefnleysi getur haft á líf þeirra.

Reikna má með að nýbakaðir foreldrar verði að meðaltali við 14 klukkustunda svefnmissi á viku fyrsta árið í lífi barnsins. Oft vill þó meira mæða á móðurinni sem þarf að gefa barninu brjóst og nýleg bresk könnun sýnir að 75% nýbakaðra feðra þar í landi vakna ekki við grát barna sinna á næturna.

Útivinnandi mæður eiga sérstaklega erfitt

83 prósent mæðra sem eru útivinnandi segja svefnleysið hafa áhrif á afköst og gæði vinnu sinnar, og aftur hefur þetta meira áhrif eftir því sem mæðurnar eru eldri og er sérstaklega miðað við 34 ára.

75 prósent foreldra sögðu yfirmann sinn ekki sýna vandamálum þeirra í tengslum við svefnleysið neinn skilning. Foreldrar hafa reynt alls kyns úrræði til að reyna að fá börn sín til að sofa samfellt á nóttunni. Stór hluti þeirra prófar að láta barnið í sitt rúm, 33 prósent láta barnið hafa dúkku eða bangsa, tveir af hverjum tíu setja barnið í vagn og fara með í göngutúr eða jafnvel í bíltúr til að fá barnið til að sofna.

Ritstjóri tímaritsins Mother and Baby, Dan Zur segir:

Sífellt fleira fólk ákveður að eignast börn síðar á ævinni og þrátt fyrir að það séu margir jákvæðir punktar við það, eins og fjárhagslegt öryggi eru nokkrir neikvæðir punktar líka. Eldri mæður hafa ekki sömu orku og þær yngri eru. Væntanlegir foreldrar hafa enga hugmynd um hversu mikil áhrif svefnleysið mun hafa á líf þeirra.

Ef þú færð minni en fjögurra tíma svefn á næturna, mun það fara í skapið á þér og mjög líklegt er að þú látir það bitna makanum. Þú lætur barnið fara í taugarnar á þér og þú verður grátgjarnari en ella.” Frægar “eldri” mæður, eins og Madonna og Cherie Blair, sýna ekki rétta mynd af þeim. Því þær eru alltaf vel útlítandi og ferskar.

Prófessor Neil Douglas, formaður svefnrannsóknarstofnunar Breta, segir að svefnleysi nýbakaðra mæðra geti gert það að verkum að þær eigi erfiðara með að taka ákvarðanir og þær geta fundið fyrir þunglyndi. Hann sagði ástæðu þess að eldri mæður finna meira fyrir svefnleysinu en þær yngri vera þá að eftir því sem við eldumst verðum við viðkvæmari fyrir svefntruflunum.

Hér að neðan má sjá TED-fyrirlestur eftir Ariönnu Huffington um mikilvægi góðs nætursvefns …

X