Loading

Sviðsetti rán á 6 ára syni sínum til að kenna honum lexíu

Foreldrar beita misjöfnum aðferðum við að ala upp börn sín en óhætt er að fullyrða að þetta sé með því skelfilegra sem við höfum heyrt.

Móðir sex ára drengs í Bandaríkjunum þótti sonur sinn helst til of grandalaus í garð ókunnugra og ákvað að kenna honum lexíu í samráði við aðra fjölskyldumeðlimi. Var vinnufélagi frænku hennar fenginn til að sviðsetja rán á drengnum – sem að hann vissi n.b. ekki að væri sviðsetning. Var drengurinn gripinn á leiðinni heim úr skóla, hótað með byssu, sagt að hann myndi aldrei sjá móður sína aftur og að hann yrði „negldur á vegg í skúr.” Farið var með hann bundinn og keflaðann í kjallarann heima hjá sér þar sér þar sem honum var haldið í fjóra klukkutíma. Skiptust fjölskyldumeðlimir á að hrella hann og gekk 38 ára gömul frænka hans svo langt að taka niður hann buxurnar og tilkynna honum að hann yrði seldur í kynlífsþrælkun.

Að hryllingnum loknum var hann leystur úr haldi og fékk góðan fyrirlestur frá fjölskyldunni um mikilvægi þess að fara varlega og gæta sín á ókunnugum.

Því betur sagði drengurinn kennaranum sínu frá því sem gerst hafði og tilkynnti hún glæpinn strax til lögreglunnar. Drengurinn hefur verið fjarlægður af heimilinu og er kominn í umsjá barnaverndaryfirvalda. Þeir sem stóðu að „ráninu” hafa öll verið kærð.

Nánar má lesa um málið HÉR og HÉR.

X