Loading

SVIPT FORRÆÐI YFIR FEITU BARNI

Átta ára dreng var á dögunum komið fyrir hjá fósturfjölskyldu eftir að yfirvöld úrskurðuðu að móðir hans yrði tímabundið svipt forræði vegna vanrækslu en drengurinn vegur tæp 100 kíló.

Málið er hið fyrsta sinnar tegunar í Bandaríkjunum en starfsmenn félagsmálayfirvalda segja að móðirinn hafi sýnt af sér lífshættulega vanrækslu með því að grípa ekki inn i gengdarlausa þyngdaraukningu sonar síns og stuðla að því með beinum hætti að hann þyngdist svo mikið.

Málið er mjög umdeilt en umræður hafa lengi verið háværar um hvort fjarlægja eigi of þung börn af heimilum sínum, þyki sínt að foreldrar séu ekki að bregðast við vandanum.

Móðir drengsins hefur mótmælt forræðissviptingunni og segir lögfræðingur hennar að ofþynd drengsins sé enn ekki farin að valda drengnum heilsutjóni.

X