Loading

SVÖLUSTU MÖMMUR Í HEIMI

Fyrir þær mömmur sem kúldrast í kuldanum í flíspeysu og gömlum ljótum kuldaskóm – eru löngu búnar að missa kúlið og ekki búnar að fara í strípur (hvað þá meira) svo mánuðum skiptir er nauðsynlegt að skoða svona flottheit endrum og eins.

Það skal þó haft í huga að myndirnar eru allar stíliseraðar og heima hjá Lauru Garcia er ekki alveg svona fallegt og fínt (skulum við vona). Hins vegar breytir það ekki þeirri staðreynd að Laura er afburða smekkleg, klæðir sig óskaplega fallega og virðist lifa lífi sem okkur hinar getur bara dreymt um.

Sjálf er Laura þekktur hönnuður vestanhafs og hefur hannað bæði fatnað og nú nýverið ljósabúnað úr bronzi. Hún býr í New York í þessari guðdómlegu íbúð ásamt Gerorgiönu dóttur sinni og Diego eiginmanni sínum.

Diego þessi er jafnframt hinn frambærilegasti tónlistarmaður og fjallmyndarlegur í þokkabót.
En myndirnar eru fagrar og hægt er að dást að þeim í skammdeginu…

Heimild: TheGlow.com

X