Loading

SVONA Á AÐ BYRJA DAGINN

Þarftu að keyra börnin í skólann? Vantar stundum smá stuð í bílinn? Þá er þetta myndband eitthvað sem þú þarf að horfa á. Þessi ofur-hressi pabbi býður börnunum upp á hágæða rokk í morgunsárið og saman syngja þau Bohemian Rhapsody eins og enginn sé morgundagurinn. Dásamlega fyndið… og ekki er annað að sjá en að allir í bílnum skemmti sér konunglega.

Pabbinn (sem við vitum ekki hvað heitir) setti myndbandið sjálfur á YouTube og segir að þetta sé orðin hefð hjá þeim. Lagið sé jafn langt í spilun og það taki að keyra í skólann. Þetta passi því fullkomlega. Um leið og þau leggi af stað setji þau lagið í gang og það sé um það bil að klárast þegar þau renna í hlað í skólanum.

X