Loading

SVONA FAGNAR MAÐUR ÓLÉTTU EFTIR ÁRALANGA BARÁTTU VIÐ ÓFRJÓSEMI

Jarlene og Lincon Taylor voru ekkert að grínast þegar þau skelltu í eina óléttutilkynningu eða svo á dögunum. Eftir áralanga baráttu við ófrjósemi, fósturmissi og alla þá erfiðleika sem því fylgir eiga hjónin vona á sínu fyrsta barni í maí. Þau ákváðu því að skella í eitt myndband eða svo og notuðu Toyota Siena SWAGGER WAGON auglýsingu sem fyrirmynd (sem er frekar svalt).

Aðspurð segir Jarlene að eitt af því sem hélt þeim gangandi í baráttunni var að láta sér detta í hug fyndnar leiðir til að deila fréttunum með vinum og fjölskyldu. Þegar þau loksins urðu ófrísk var ekki eftir neinu að bíða og ýtt var á REC.

Við elskum þetta… og erum fullviss um að Taylor hjónin verði afburða hressir foreldrar…

X