Loading

SVONA LÍTUR BARBIE ÚT ÓMÁLUÐ

Elsku Barbie vekur hvarvetna sterk viðbrögð – ekki síst meðal kvenna sem eru þreyttar á að ýkt útlit dúkkunnar setji almenn fegurðarviðmið hjá fólki – eitthvað sem er nánast ógerlegt.

Grafíski hönnuðurinn Eddie Aguirre ákvað að nota Barbie sem viðfang í verkefni þar sem markmiðið er að sýna fram á bak við alla förðunina og glysið er raunveruleikinn annar. Hér má því sjá Barbie ómálaða – með dass af freknum, bólum og slitnu hári – eitthvað sem allir kannast við (að minnsta kosti endrum og eins).

X