Loading

Svona lítur brjóstamjólk út í smásjá

Hefur þú einhvern tíman velt því fyrir þér hvernig brjóstamjólk lítur út í smásjá? Móðir nokkur ákvað að nýta sér smásjá sem var heima hjá henni til að skoða mjólkina nánar og viti menn. Mjólkin var yfirfull af allskonar sniðugu og fallegu. Ekki verður annað sagt en að þetta sé gríðarlega fallegt myndband sem sýnir vel hvers megnug mjólkin er.

Ekki kemur fram hvort um er að ræða nýja mjólk eða hvað gerist eftir sólarhring í kæli eða þar fram eftir götunum. Reyndar væri það mjög áhugavert að komast að því hvernig virknin helst.

En þetta er myndband engu að síður – og frekar merkilegt verðum við að segja. Ef einhverjir hafa frekari upplýsingar um geymslueiginleika brjóstamjólkur væri gaman að heyra.

Myndband: Facebook síða Jansen Howard

X