Loading

SVONA LÍTUR MAGINN ÚT EFTIR FÆÐINGU

Hollywood-hugmyndin um líkamann eftir fæðingu gerir það að verkum að margar nýbakaðar mæður fá áfall þegar þær átta sig á því hvernig þetta getur verið. Vissulega eru margar konur sem ganga strax saman og bera þess lítil merki viku seinna að hafa fætt barn en raunveruleikinn er oftast annar.

Jessica er einstæð þriggja barna móðir í Bandaríkjunum sem heldur úti videó-bloggi þar sem hún deilir reynslu sinni af móðurhlutverkinu á YouTube. Við höfum áður sýnt myndbandið þar sem hún fæddi tvíburasyni sína en í þessu myndbandi fjallar hún um lífið og tilveruna, verandi orðin þriggja barna móðir. Hún talar jafnframt um líkamann á sér og sýnir óhrædd hvernig maginn á sér lítur út. Húrra fyrir Jessicu og dásamlegri hreinskilni hennar sem að fleiri ættu að taka sér til fyrirmyndar (lesist: Hollywood-mömmur).

X