Loading

TAKTU TIL VIÐ AÐ TRYLLAST

Í viðtali sem við lásum við sálfræðing nokkurn inn á vefíðunni Your Tango er blásið á þær hugmyndir okkar um að foreldrar eigi stöðugt að halda ró sinni, telja rólega upp að tíu og láta skap sitt aldrei í ljós.

Sálfræðingurinn Judie Bijou mælir með því að í stað þess að bæla allar neikvæðar tilfinningar þá leyfi forelrar sér að taka tryllinginn þegar svo ber við. Þó er mælt með því að gera það ekki fyrir framan börnin en senda þau fram eða fara inn í herbergi og hoppa, sparka, kýla kodda og fá útrás.

Neikvæðar tilfinningar séu óþægilegar að burðast með og það sé mannskepnunni ekkert eðlilegra en að fá útrás fyrir reiði.

Eins segir Bijou að það sé ekkert að því að leyfa börnunum að taka út tryllinginn ef svo ber við. Sé verið að banna barni eitthvað og það ærist úr spælingi þá er um að gera að reyna ekki að stoppa það heldur leyfa barninu að taka út sína reiði.

Takk fyrir það!

Viðtalið í heild sinni má lesa HÉR.

X