Loading

Talið er að 830 konur deyji mæðradauða dag hvern

Samkvæmt gögnum frá Alþjóða heilbrigðisstofnuninni er talið að um 830 konur deyji í fæðingu eða af völdum hennar á hverjum degi. Flestar búa þær í vanþróuðum ríkjum og nánast öllum þeirra mætti bjarga ef þær hefðu aðgang að læknaþjónustu.

Bandaríski lyfjarisinn Merick hefur hrundið af stað herferðinni Merick for Mothers sem miðar að því að útrýma mæðradauða í heiminum. Verkefnið nær til 30 landa og mun standa yfir í 10 ár.

Fyrirtækið sendi frá sér áhrifaríkt myndband sem ber titilinn PUSH sem varpar ljósi á ólíkt hlutskipti kvenna í heiminum og aðgengi þeirra að læknaþjónustu.

Ljósmyndir: Merick For Mothers

X