Loading

TANNTAKA BARNA

Yfirleitt fylgja tanntöku lítilsverð eða engin vandamál . Tennur byrja að birtast á 5-8 mánuði og ársgamalt barn er yfirleitt með 6-10 tennur. Um 18 mánaða er barnið yfirleitt með 12 tennur og tveggja ára 16-20 tennur. Um tveggja og hálfs er barnið yfirleitt komið með allar 20 tennurnar. Fullorðinstennur byrja yfirleitt að koma á bilinu 5-7 ára.

Algengustu vandamálin eru sársauki þegar tönn/tennur eru að koma niður. Einnig ef tanntakan gengur hægt eða tennur virðast myndast seint. Algengustu fylgikvillar tanntöku geta verið niðurgangur eða linar hægðir og aukin slefmyndun. Önnur einkenni geta verið rauðar kinnar, hita- og kuldaköst, hár hiti með niðurgangi og/eða gráti, pirringi og óróleika.

Hómópatískar remedíur hafa oft hjálpað mikið þegar börn eru að taka tennur. Hér fyrir neðan eru nokkrar sem hugsanlega gætu hjálpað:

Aconite: Ef sársauki er mikill, óróleiki og gómur bólginn. Barnið nuddar oft góminn með hnúanum til að draga úr sársauka. Því líður verr í köldu lofti og við kalda drykki.

Calcarea carbonica: Er mjög gagnleg þar sem tanntakan gengur hægt, allur þroski er hægur, líkamlega (t.d. varðandi bein, fontanella, mjúki hlutinn ofan á höfðinu grær hægt saman). Svitamyndun, sérstaklega á höfðinu. Oft er súr lykt af hægðum. Oft eru þessi börn ljóshærð, stórbeinótt og þybbin.

Calcarea phosporica: Barnið er með mjög svipuð einkenni og Calcarea carbonica, en algengara er að dökkhærð og mjóslegin börn þurfi á henni að halda, þó að þetta sé ekki algilt.

Ef þið haldið að barn ykkar þurfi á Calc Carb eða Calc Phos mælum við með að þið leitið ráða hjá faglærðum hómópata.

Chamomilla: Barnið er vælið, pirrað og vansælt. Það vill jafnvel ekki að það sé horft á það. Það getur fengið mikil reiðiköst og reiðin verður meiri með auknum sársauka, sem virðist vera óbærilegur. Ekkert virðist geta glatt barnið, það getur beðið um ákveðinn hlut en þegar það fær hlutinn vill það hann ekki heldur eitthvað annað. Barnið er þögult svo lengi sem haldið er á því. Ein kinn getur verið rauð, venjulega sú hlið þar sem tanntakan er, hin kinnin er föl. Lausar hægðir, þó ekki niðurgangur. Barninu líður yfirleitt verr á nóttunni.

Silica: Tennur koma hægt. Svitamyndun er í hnakka og á höfði. Barnið er ljúft og þægilegt en á sama tíma einstaklega þrjóskt. Silicu börn eru oftast grönn og með þunnt ljóst hár.

Annað sem gæti hjálpað við tanntöku: Láttu barnið hafa eitthvað til að naga. Gott er að gefa barninu eitthvað hart og kalt, t.d. er hægt að setja klaka í klút og láta barnið naga.

Tekið skal fram að ávallt er heillavænlegast að leita sér aðstoðar hjá reyndum hómópata, til að auka líkur á að rétt remedía sé valin. Hér fyrir ofan er einungis nefndar örfáar remedíur en fleiri remedíur koma til greina, allt eftir einkennum hjá barninu.

Guðný Ósk nam hómópatíu við The College of Practical Homoeopathy, í Bretlandi, 1999-2003. Frá því að hún útskrifaðist sem hómópati hefur hún sótt ýmis námskeið, bæði hérlendis og erlendis, til að viðhalda og auka við kunnáttu sína. Hún átti sæti í stjórn Organon fagfélagi hómópata 2005-2007 og átti einnig sæti í stjórn Bandalags íslenskra græðara 2005-2006.
Tímapantanir í síma: 895 6164 eða í tölvupósti (gudnyosk”hjá”htveir.is).

X