Loading

Tárfelldi þegar regnbogabarnið kom í heiminn

Við elskum hjartnæmar sögur og þessi er engin undantekning. Árið 2015 komst Lila að því að hún átti von á sínu þriðja barni. Gleðin var mikil og voru þau hjónin spennt að stækka fjölskylduna. Tveimur vikum eftir að Lila hafði fengið þungunina staðfesta fékk hún mikinn verk í öxlina. Verkurinn ágerðist svo að hún fór upp á sjúkrahús. Þar kom í ljós að hún var með utanlegsfóstur og að eggjaleiðarinn var sprunginn. Olli það mikilli blæðingu í kviðarholinu sem þrýsti lunganu upp, sem síðan olli verkinum í öxlinni.

Lila jafnaði sig en fóstrið var farið.

Segir Lila í viðtali við Huffington Post að þetta hafi verið gríðarlega erfiður tími. Í hugum sumra er fóstur ekki manneskja en í hennar huga fer allt af stað um leið og hún kemst að því að von sé á barni. Hún fari strax að mynda sér skoðun á barninu og persónugeri það – eins og sjálfsagt margar mæður kannast við.

Ári síðar varð Lila loksins ófrísk á ný en það var vissulega áskorun þar sem að annar eggjaleiðarinn var ónýtur. Í sem skemmstum orðum þá fæddist litla regnbogabarnið hennar á dögunum og var gleðin að vonum mikil.

Það var ljósmyndarinn Laura Fifield sem tók þessar fallegu myndir sem við deilum hér með ykkur.

X