Loading

TEKUR AÐ MEÐALTALI 104 SKIPTI AÐ GETA BARN

Samvkæmt breskri könnun þurfa pör að meðaltali að hafa samfarir 104 sinnum áður en getnaður verður. Þetta þýðir að í sex mánuði stundar parið kynlíf að meðaltali fjórum sinnum í viku. Um er að ræða fyrsta barn og jafnframt kom fram að oft væru konurnar svo æstar í að geta barn að makinn væri oftar en ekki kallaður heim á miðjum degi ef að egglos var í gangi.

Meirihluti kvennanna í könnuninni sögðust fremur vilja að börnin kæmu „óvænt” undir fremur en að plana getnaðinn fram í fingurgóma. Úrtakið í könnuninni var 3000 konur og þar kom meðal annars í ljós að meirihluti þeirra varð ófrískur fyrr en þær áttu von á. Næstum fjórðungur talaði um að kynlífið yrði leiðinlegra þegar það snérist um að geta barn og fimm prósent kvennanna voru svo spenntar að taka þungunarpróf að þær gerðu það í vinnunni.

Mynd: iStock

X