Loading

TEKUR DÚKKUNA FRAM YFIR EIGIÐ BARN

Ashleigh Kirby kallar ekki allt ömmu sína og þegar að kærasti hennar til margra ára hætti með henni var hennar versti ótti sá að hún myndi ekki eignast annað barn. Í stað þess að leggjast í drykkju og lauslæti ákvað hún að láta draum sinn rætast og skapa sitt eigið fullkomna barn – aleina.

Leitin tók nokkrar vikur en loks fann Ashleigh fyrirtæki sem selur hinar fullkomnu dúkkur. Mánuðum saman hannaði hún útlit dúkkunnar og í dag er hún stolt móðir Finlay – sem er lítill dúkkustrákur.

Finley á allt sem lítið barn þarfnast og er sinnt allan sólarhringinn. Ashleigh er þó ekki af baki dottin og er að íhuga að fá sér annað dúkkubarn en fyrir á hún alvöru dóttur, Becky, sem er tólf ára gömul.

Nánar má lesa um þetta undarlega mál og sjá myndir af fjölskyldunni HÉR.

Heimild: Daily Mail

X