Loading

ÞAÐ EINA SEM DUGÐI VAR…

Það kannast sjálfsagt flestir foreldrar við örvæntinguna sem fylgir því þegar ekkert virðist geta róað barnið niður. Margur hefur stungið upp á því að sá sem fann upp snuðið fái friðarverðlaun Nóbels og aumingja þeir foreldrar sem eiga börn sem vilja ekki slíkan kostagrip (segir móðirin sem á einmitt tvö slík börn).

En stundum finna foreldrar eitthva allt annað sem dugar eins og töframeðal á börnin og róar þau niður… eins og til dæmis reggí! Meðfylgjandi myndband er óborganlegt og eiginlega hálf erfitt að trúa þessu.

X