Loading

Þegar foreldrarnir eru fyndnari en börnin

Þó foreldrar verði gamlir og lúnir með aldrinum tapa þeir ekki húmornum ef marka má þessar myndir. Þrátt fyrir að afkvæmin telji okkur oftar en ekki uppþornuð og húmorslaus gerum við endrum og eins eitthvað sem okkur finnst sjúklega fyndið og vel heppnað og stundum… bara stundum uppskerum við hlátur frá afkvæmunum sem vita það innst inni að foreldrarnir eru þrátt fyrir allt frekar svalir (eða ekki).

Við rákumst á þessa mynd og það er ekki annað hægt en að skella upp úr. Hér má sjá pabba Marlyn Manson mæta óvænt í myndatöku hjá syninum – málaður alveg eins og hann. Ljósmyndarinn er enginn annar en Terry Richardsson og myndin hlýtur að vera upp á vegg í gullramma hjá gamla. Hann fær hæstu einkunn fyrir þetta uppátæki.

Ljósmynd: Reddit

X