Loading

Þér er boðið í Baby shower!

Við elskum fyrirtæki sem hugsa út fyrir kassann og Lindex er svo sannarlega eitt þeirra. Núna bjóða þau í Baby shower og er öllum verðandi og nýbökuðum mæðrum boðið. Herlegheitin fara fram föstudaginn 29. september í Lindex í Smáralindinni og hefst klukkan tíu – sem er snilldartími en almennur opnunartími er ekki fyrr en kl. 11.
Að sjálfsögðu verður boðið upp á léttar veitingar og kynningar á MOM meðgöngulínunni, gjafafatnaði og Newborn ungbarnalínunni. Til að toppa þetta verður boðið upp á 20% afslátt af þessum línum á viðburðinum.

Og bíðið hæg… fyrstu 30 mömmurnar fá fallegan gjafatopp og fallegt sett úr Newborn línunni.
Bambus.is verður á staðnum og kynnir lífrænu taubleyjurnar sínar, burðarpokana og margt fleira skemmtilegt.

Að auki verður dregið úr hópi þeirra sem staðfesta komu sína inn á Facebook viðburðinum og í vinning er veglegur gjafakassi fyrir móður og barn. Hér er hægt að nálgast viðburðinn.

X