Loading

„Þetta verður ævintýri”

Ævintýralegar tvíburameðgöngur verða klárlega þemað hjá okkur næstu mánuði enda ekki á hverjum degi sem að frægasta fólk veraldar ákveður að fjölga sér. Það eina sem gæti mögulega toppa þetta væri ef að Guðni Th. og Elíza tækju upp á því sama. Þá fyrst yrði kátt í höllinni.

En George Clooney hefur tjáð sig í fyrsta skipti um fréttirnar af því að von sé á tvíburum og hann hafði svo sem ekki margt að segja annað en að vinir hans hefðu djöflast ærlega í honum enda mjög ánægðir með fregnirnar og að „þetta yrði mikið ævintýri”.

Þar höfum við það. Clooney hefur talað.

X